20.11.2008 | 08:27
Sama saga
Veit ekki alveg hvort fáránleiki þessara síðustu og verstu tíma séu að leika huga minn grátt, en ég gat ekki annað en skellt upp úr við lestur síðustu setningar þessarar fréttar; "Sömu sögu er ekki hægt að segja af prammanum því að hann sökk við bryggju." Ekkert verið að ræða það frekar! Hann bara sökk og það þýðir ekkert að barma sér yfir því. Það eru svona setningar sem minna mig á hversu lifandi og launfyndið tungumál íslenskan getur verið.
Ég hef lítið fylgst með íslenskum sjónvarpsfréttum síðan ég flutti út og hef að mestu látið mbl.is duga. Í ofanálag hef ég ekki ferðast mikið heim nema rétt í fríum, og hef þannig fjarlægst ræturnar að sumu leyti. Í aðdraganda og kjölfari bankahrunsins hef ég horft á fréttir og Kastljós nánast daglega. Það yljar mér alltaf um hjartarætur að sjá viðtöl við "fólkið á götunni", þar sem það er innt eftir áliti sínu á máli stundarinnar---Íslendingar eru svo innilegir og hispurslausir! Þetta er eitthvað sem ég tók ekki endilega eftir þegar ég bjó heima, en nú þegar ég hef verið í höfuðlandi málræpu í nokkur ár er þetta eitthvað sem virðist augljóst og mér mjög dýrmætt.
Prammi sigldi í veg fyrir Helgafell | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Guðmundsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já íslenskan lætur ekki að sér hæða :)
Annars er alltaf gaman að rekast á gamla skólafélaga á víðáttum Moggabloggsins :)
Sverrir G. (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 09:21
Sæll vertu félagi og long time no see eins og þeir segja! Ennþá í höfuðborginni?
Kristján Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.