Færsluflokkur: Dægurmál
21.11.2008 | 17:16
Halda liðinu vakandi
Nú er ekki tími til að leggja sig eða beita fyrir sig handabökum við vinnu. Nú skal skola niður tjörunni og vinna sig í gegnum kreppuna.
Þetta er líklegast komið frá IMF líkt og átján prósentin.
Hámarksgildi koffíns í drykkjarvörum fellt niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2008 | 08:27
Sama saga
Veit ekki alveg hvort fáránleiki þessara síðustu og verstu tíma séu að leika huga minn grátt, en ég gat ekki annað en skellt upp úr við lestur síðustu setningar þessarar fréttar; "Sömu sögu er ekki hægt að segja af prammanum því að hann sökk við bryggju." Ekkert verið að ræða það frekar! Hann bara sökk og það þýðir ekkert að barma sér yfir því. Það eru svona setningar sem minna mig á hversu lifandi og launfyndið tungumál íslenskan getur verið.
Ég hef lítið fylgst með íslenskum sjónvarpsfréttum síðan ég flutti út og hef að mestu látið mbl.is duga. Í ofanálag hef ég ekki ferðast mikið heim nema rétt í fríum, og hef þannig fjarlægst ræturnar að sumu leyti. Í aðdraganda og kjölfari bankahrunsins hef ég horft á fréttir og Kastljós nánast daglega. Það yljar mér alltaf um hjartarætur að sjá viðtöl við "fólkið á götunni", þar sem það er innt eftir áliti sínu á máli stundarinnar---Íslendingar eru svo innilegir og hispurslausir! Þetta er eitthvað sem ég tók ekki endilega eftir þegar ég bjó heima, en nú þegar ég hef verið í höfuðlandi málræpu í nokkur ár er þetta eitthvað sem virðist augljóst og mér mjög dýrmætt.
Prammi sigldi í veg fyrir Helgafell | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2008 | 09:25
Lyktar eins og járnsmiðja
Mikill mökkur liggur yfir borginni og myndi ég helst líka lyktinni við þá er stafar af rafsuðu; Los Angeles lyktar eins og járnsmiðja þessa daganna. Þykkur mökkurinn liggur í loftinu, sjáanlegur með berum augum. Ég hef sjálfur verið hérna í yfir fimm ár en aldrei séð það svo svart, enda man ég ekki eftir eldum svo nálægt Pasadena eins og nú er um að ræða. Pasadena er mjög skemmtilegur bær, veðrið oftast til sóma. Umkvörtunarefnin eru ólík þeim íslensku og ber þá hæst í mínum huga hið endalausa logn er hér ríkir. Það hreyfir hér ekki hár á þunnhærðu höfði. Þetta er stundum kostur, en á þessum síðustu og rafsuðukenndustu dögum færist lognið neðar á vinsældarlistanum.
Maður verður bara að vona að Paris og Brad búi við gott gengi í þessum miklu hamförum.
Reykjarmökkur yfir Los Angeles | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Kristján Guðmundsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar